Hér má sjá uppsetningu mánaðanna, pláss er til að skrifa í kassana afmælisdaga og uppákomur

Fyrir þetta dagatal ákvað ég að byrja allar teikningarnar án fyrirfram ákveðinna hugmynda, leyfði línunum og formunum að leiða mig áfram. Hver mynd varð spegilmynd af augnablikinu: hughrif tónlistar, tilfinningar og hversdagurinn birtast þannig í línum og formum.